Fréttir

Framverðir í veirubaráttunni í Víglínunni

Heimir Már Pétursson skrifar

Fámenn framvarðasveit fólks með her heilbrigðisstarfsfólks að baki sér er beinlínis á víglínunni í þeirri baráttu sem samfélagið á nú í við hina skæðu kórónuveiru og covid19 sjúkdóminn sem hún veldur. Tveir slíkir framverðir mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í dag.

Í fyrri hluta þáttarins er rætt við Má Kristjánsson yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans þar sem öll starfsemi hefur verið endurskipulögð til að efla varnir íslenska heilbrigðiskerfisins og möguleika þess til að taka á afleiðingum þess að þúsundir manna smitist og hundruð manna þurfi á sértækri læknisþjónustu að halda.

Svala Jóhannsdóttir verkefnastýra Frú Ragnheiðar hjá Rauða kross Íslands er daglega á vettvangi þar sem viðkæmustu einstaklingar samfélagsins berjast fyrir lífi sínu. Fólk með alvarlega fíknisjúkdóma og neytir vímuefna í æð daglega. Þessi hópur þarf nú að glíma við þurð á ólöglega vímuefnamarkaðnum vegna takmarkana á ferðalögum og aðgangur að bestu meðferð sem er möguleg er ekki alltaf til staðar.

Ekki missa af fólkinu sem raunverulega veit hvað er að gerast í kórónu veiru faraldrinum hér á landi sem og annars staðar í heiminmum í Víglínunni. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40 og kemur snemma í kvöld inn á sjónvarpshluta Vísis.


Tengdar fréttir

Kórónuveirusmit á sængurlegudeild

Kórónuveirusmit kom upp á sængurlegudeild Landspítalans í gærkvöldi. Nýbakaður faðir, sem reyndist smitaður, hafði verið á spítalanum með móður og barni í fimm daga - meðal annars verið á vökudeild. Yfirljósmóðir segir að reglur hafi nú verið hertar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×