Innlent

Kórónu­veiru­vaktin: Á­hyggjur af pinna­leysi úr sögunni

Ritstjórn skrifar
Engir ferðamenn voru sjáanlegir á Þingvöllum þegar ljósmyndara Vísis bar þar að garði í vikunni.
Engir ferðamenn voru sjáanlegir á Þingvöllum þegar ljósmyndara Vísis bar þar að garði í vikunni. Vísir/Vilhelm

Tólfti dagur samkomubanns er nú genginn í garð. Tilfellum kórónuveirusmita fer áfram fjölgandi hér á landi en nú er þó búið að greiða úr yfirvofandi pinnaskorti, líkt og fram kom í gær. 

Fjöldi smitaðra á Íslandi stendur nú í 802, samkvæmt tölum gærdagsins. Sautján lágu þá inni á Landspítala, þar af þrír á gjörgæslu og allir í öndunarvél. Hátt í tíu þúsund manns eru í sóttkví.

Vísir mun sem fyrr halda áfram að flytja fréttir af nýjustu tíðindum af faraldrinum og afleiðingum hans á daglegt líf Íslendinga. Sömuleiðis verða sagðar fréttir utan úr heimi.

Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×