Innlent

Eldur í bíl við bensínstöð í Álfheimum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd af vettvangi sem fréttastofu barst.
Mynd af vettvangi sem fréttastofu barst. Vísir/Aðsend

Eldur kom upp í bifreið milli Glæsibæjar og bensínstöðvar Olís við Álfheima nú fyrir skömmu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu urðu engin slys á fólki. Ökumaður bifreiðarinnar kom sér út úr bifreiðinni og horfði á hana brenna.

Þegar slökkvilið bar að garð var bifreiðin orðin alelda og vinnur það nú að því að slökkva síðustu glæður eldsins.

Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Hér má sjá slökkviliðsmenn við bifreiðina eftir að mesti eldurinn hafði verið slökktur.Vísir/Aðsend

Athygli vekur að fyrr í dag fékk slökkvilið útkall vegna annarrar bifreiðar sem stóð í ljósum logum. Þá var um að ræða sendibíl sem brann á Miklubraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×