Innlent

Áfram í haldi grunaður um brot gegn drengjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fangavörður í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði.
Fangavörður í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm

Bandarískur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn nokkrum drengjum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. apríl. Karlmaðurinn hefur verið í varðhaldi síðan hann var handtekinn í lok janúar.

Gæsluvarðhald yfir manninum rann út á föstudag og var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum.

Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi á Suðurnesjum, segir rannsókn málsins miða vel og farið sé að sjá fyrir endann á henni. Hún sé þó mjög umfangsmikil. Rannsóknin tekur til nokkurra landa og unnin í samstarfi við lögregluyfirvöld erlendis.

Bandaríki karlmaðurinn hafði ekki fasta búsetu hér á landi.

Lögregla getur að hámarki haldið grunuðum í gæsluvarðhaldi í tólf vikur ef ekki hefur verið gefin út ákæra á hendur viðkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×