Erlent

Fresta forsetakosningum og skipa þjóðinni að fara í sóttkví

Andri Eysteinsson skrifar
Frá La Paz, annari af tveimur höfuðborgum Bólivíu.
Frá La Paz, annari af tveimur höfuðborgum Bólivíu. Vísir/Stefán Arnar

Ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu hefur ákveðið að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum, sé ráð að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum sem áttu að fara fram 3. maí næstkomandi.

Reuters greinir frá að einnig hafi verið tekin ákvörðun um að öll þjóðin skuli kvödd í fjórtán daga sóttkví. Sitjandi forseti Jeanine Anez greindi bólivískum fjölmiðlum frá því í dag að sóttkvíin myndi hefjast á morgun, sunnudag og er henni ætlað að standa til 4. apríl næstkomandi. Áður hafði Bólivía lokað landamærum sínum og aflýst öllu millilandaflugi.

Anez sagði að verslanir, apótek, bankar og sjúkrahús myndu enn vera starfandi á meðan að á sóttkvínni stendur, ríkisstjórnin muni sjá barnafjölskyldum í neyð fyrir fé.

Nú hafa alls 19 manns hafa greinst með kórónuveiruna í Bólívíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×