Innlent

Fékk fólksbíl í hliðina og valt út af veginum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Eyrarbakka.
Frá Eyrarbakka. Vísir/Vilhelm

Sendibíll valt út af þjóðveginum við Eyrarbakka seint á tíunda tímanum í morgun þegar fólksbíl var ekið inn í hlið þess fyrrnefnda. Þrír voru í bílunum tveimur og voru þeir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til skoðunar. Ekki er talið að þeir hafi slasast alvarlega, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu.

Óhappið varð við aðra af tveimur innkeyrslum að Eyrarbakka, þá sem nær er höfuðborginni. Pétur segir að sendibíllinn hafi hafnað á hvolfi við samstuðið við fólksbílinn. Allir sem voru í bílunum komust út af sjálfsdáðum.

Lögregla og lið frá Brunavörnum Árnessýslu voru kölluð til vegna slyssins. Viðbragsaðilar eru nú farnir af vettvangi.

Fréttin hefur verið uppfærð með frekar upplýsingum um óhappið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×