Erlent

Norðmaður vann 4,5 milljarða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dregið var í Víkingalottóinu í kvöld.
Dregið var í Víkingalottóinu í kvöld. Vísir/Vilhelm

Það er óhætt að segja að jólin verði sérstaklega ánægjuleg í ár hjá stálheppnum Norðmanni sem vann 4,5 milljarða í Víkingalottóinu í kvöld.

Sá hinn sami var með allar tölur réttar auk víkingatölunnar svokölluðu og hlaut hann því 1. vinning eða rétt rúmlega 4,5 milljarða íslenskra króna.

Tveir Íslendingar voru hins megar með 4. vinning og fá þeir 256 þúsund krónur hvor í sinn hlut.

Fimm voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Hagkaup Furuvöllum á Akureyri, Prinsinum Hraunbæ í Reykjavík, N1 á Ægissíðu í Reykjavík, einn miðinn var keyptur á lotto.is og einn miði var í áskrift.

Vinningstölur kvöldsins voru 4-6-31-32-37-47 og víkingatalan var 8.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×