Viðskipti innlent

Fresta niður­fellingu í­vilnunar vegna ten­gilt­vinn­bíla

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Úrræðinu var ætlað að vera hvetjandi fyrir bílkaupendur að kaupa umhverfisvænni bíla.
Úrræðinu var ætlað að vera hvetjandi fyrir bílkaupendur að kaupa umhverfisvænni bíla. Vísir/Vilhelm

Svo virðist sem ákveðið hafi verið að fresta fyrirhugaðri niðurfellingu ívilnunar sem tengiltvinnbílar hafa notið hér á landi í formi lækkaðs virðisaukaskatts.

Úrræðinu var ætlað að vera hvetjandi fyrir bílkaupendur að kaupa umhverfisvænni bíla en nú átti það að falla niður til að fá fólk frekar til að kaupa hreina rafmagnsbíla, en tengiltvinnbílar eru bæði með rafmagns og bensínmótor.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið ákveðið að fresta málinu en um áramótin átti ívilnunin að lækka og hverfa síðan með öllu 2023. Eins og reglur eru í dag getur slík ívilnun numið mest 960 þúsund krónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×