Innlent

Stal bók og réðst á öryggisvörð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þjófnaður, líkamsárás og eignaspjöll voru á meðal þess sem kom inn á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt.
Þjófnaður, líkamsárás og eignaspjöll voru á meðal þess sem kom inn á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Upp úr klukkan hálfsjö í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Breiðholti. Að því er segir í dagbók lögreglu var þar maður að stela bók.

Þegar öryggisvörður hafði afskipti af manninum réðst hann á öryggisvörðinn og veitti honum áverka. Maðurinn var handtekinn grunaður um þjófnað, líkamsárás og hótanir og vistaður í fangageymslu.

Klukkan 01:15 í nótt var ungur maður handtekinn í Kópavogi grunaður um líkamsárás. Hann var færður í fangageymslu en ekki er vitað um áverka þess sem hann er grunaður um að hafa ráðist á.

Nokkrum mínútum síðar var annar ungur maður handtekinn í Kópavogi grunaður um eignaspjöll. Hann var einnig færður í fangageymslu.

Þá voru nokkrir ökumenn teknir grunaðir um akstur undir áhrifum og tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp, annað í Ártúnsbrekku síðdegis og hitt í austurborginni laust eftir miðnætti.

Í báðum tilfellum er annar ökumannanna grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna eða lyfja og í öðru tilfelli er viðkomandi grunaður um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×