Innlent

Skoðar mál fanga sem liggur al­var­lega veikur á gjör­gæslu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Ráðuneytið skoðar nú mál fanga sem fluttur var alvarlega veikur á gjörgæslu Landspítala fyrr í mánuðinum og hefur legið þar þungt haldinn síðan.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Ráðuneytið skoðar nú mál fanga sem fluttur var alvarlega veikur á gjörgæslu Landspítala fyrr í mánuðinum og hefur legið þar þungt haldinn síðan. Vísir/Vilhelm

Dómsmálaráðuneytið skoðar nú mál fanga sem liggur alvarlega veikur á gjörgæsludeild en hann var fluttur með sjúkrabíl frá fangelsinu á Hólmsheiði á Landspítalann 8. nóvember síðastliðinn og hefur legið þar þungt haldinn síðan.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag. Þar segir að manninum hafi verið haldið sofandi í öndunarvél í tíu daga en hann var vakinn á miðvikudag og sýnir nú hægfara batamerki samkvæmt heimildum blaðsins.

Aðstandendur mannsins eru ósáttir við hvernig tekið var á veikindum mannsins í fangelsinu og telja fangaverði ekki hafa sinnt óskum hans um læknisaðstoð.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í samtali við blaðið að ráðuneytinu sé kunnugt um málið og að óskað hafi verið eftir nánari upplýsingum frá fangelsisyfirvöldum.

Í blaðinu er einnig rætt við Pál Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar sem segir að engum fanga sé neitað um heilbrigðisþjónustu en hann tjái sig þó ekki um málefni einstakra fanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×