Makamál

Spurning vikunnar: Heldur þú upp á sambands- eða brúðkaupsafmælin?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Það er misjafnt hvað við erum rómantísk og hversu mikilvægt okkur finnst að halda upp á daga eins og brúðkaups- og sambandsafmæli. 
Það er misjafnt hvað við erum rómantísk og hversu mikilvægt okkur finnst að halda upp á daga eins og brúðkaups- og sambandsafmæli.  Getty

Er hægt að fagna ástinni of oft? Það er misjafnt hversu rómantísk við erum og hversu mikla þörf við höfum til að halda upp á eða fagna dögum eins og brúðkaups- eða sambandsafmælum.

Dagurinn sem þið fóruð á fyrsta stefnumótið eða dagurinn sem þið játuðust hvoru öðru eru yfirleitt einir stærstu og merkustu dagarnir í lífi fólks. 

Það er kannski meiri hefð fyrir því að fólk haldi upp á brúðkaupsafmælin sín en núna í seinni tíð hefur það færst í aukana að fólk haldi líka upp á það sem gæti kallast sambandsafmæli. 

Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra sem eru í sambandi, hvort sem fólk er gift eða ekki. 


Tengdar fréttir

Einhleypan: „Hver elskar ekki smá athygli?“

„Ég finn engan mun á því að vera single núna og fyrir Covid. Ég hef ekkert farið á stefnumót í marga, marga mánuði svo að ég er frekar rólegur í þessu,“ segir Halldór Ingi Skarphéðinsson í viðtali við Makamál.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.