Innlent

Svona var 137. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rögnvaldur stýrir fundinum sem hefst klukkan 11.
Rögnvaldur stýrir fundinum sem hefst klukkan 11. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag.

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn mun stýra fundi en gestir verða Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, og Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands.

Á fundinum verður farið yfir áherslur til ákveðinna hópa í tengslum við Covid-19 faraldurinn hér á landi.

Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og sömuleiðis í textalýsingu hér að neðan.

Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×