Makamál

Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Fjölástarsambönd geta verið með ýmiskonar formi. Ein manneskja getur átt marga kærasta eða kærustur án þess að þeir aðilar séu í sambandi. Einnig geta fleiri en tveir verið í sama sambandinu.
Fjölástarsambönd geta verið með ýmiskonar formi. Ein manneskja getur átt marga kærasta eða kærustur án þess að þeir aðilar séu í sambandi. Einnig geta fleiri en tveir verið í sama sambandinu. Getty

Að fá að elska þau sem þú vilt á þann hátt sem þú vilt er líklega ein besta útskýringin á því hvað fjölástir eru. Fjölástir snúast ekki um kynlíf eins og swing-senan, heldur ást og tilfinningar. 

Þetta sambandsform virkar þannig að þú getur verið í sambandi með fleirum en einum aðila í einu en grundvallaratriðið er opin og upplýst samskipti.

Fjölástarsambönd geta verið með ýmiskonar útfærslu. Ein manneskja getur átt marga kærasta eða kærustur án þess að þeir aðilar séu í sambandi. Einnig geta fleiri en tveir verið í sama sambandinu.

Fólk ákveður reglur fyrir sín sambönd og mikilvægt er að það sé í fullu samráði við alla aðila. Framhjáhald er skilgreint sem brot á þeim reglum sem þú gerðir við það fólk sem þú ert í sambandi með.

Í síðustu viku tóku Makamál viðtal við konu sem er í fjölástarsambandi (polyamory) og sagði hún æ fleiri Íslendinga kjósa þetta sambandsform.

Hún er gift manni sínum til margra ára en býr ekki með honum, hann býr með kærustu sinni. Sjálf á hún kærasta, sem hún býr ekki með, og nokkra elskhuga.

Að þessu sinni spyrjum við því lesendur Vísis um fjölástir.


Tengdar fréttir

Spurning vikunnar: Hefur þú áhuga á swing-senunni?

Í vikunni tóku Makamál viðtal við íslenska konu sem sagði frá reynslu sinni af swing-senunni á Íslandi. Hún sagði swing-samfélagið stærra en fólk gerði sér grein fyrir og töluverða leynd hvíla yfir því.

Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til

Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn!
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.