Rjúpnaveiðin róleg hingað til Karl Lúðvíksson skrifar 9. nóvember 2020 10:57 Minna virðist vera af rjúpu þetta árið heldur en í fyrra vísir Rjúpnaveiðin stendur nú yfir og það eru margir á fjöllum að freysta þess að ná í jólamatinn. Nú er að líða fyrsta heila helgin á þessu rjúpnaveiðitímabili og það sem mest er verið að ræða er greinilega mikill munur á milli veiðitímans núna og 2019. Það var fyrirfram búið að segja að afkoma stofnsins væri heldur léleg þetta árið og flestar rjúpnaskyttur sem við höfum heyrt frá eru sammála því að það sé minna af rjúpu þetta árið. Það er nokkurn veginn sama um hvaða landshluta er að ræða, þeir sem eru búnir að vera á fjöllum segja að það sé mjög lítið um stóra hópa og að rjúpan sé mjög dreifð. Margir af viðmælendum okkar þurftu einn til tvo daga til að ná því sem þeir þurftu í jólamatinn í fyrra en nú er staðan þannig að sárafáir eru komnir þangað. Að meðaltali virðast menn vera að fá fjórar til fimm á eftir daginn en það eru þeir sem þá á annað borð ná fugli. Þeir eru mun fleiri sem eru ekki búnir að fá neitt. Við heyrðum af mönnum sem voru við Ok, Skjaldbreið og Kaldadal í gær og þar sást varla fugl þrátt fyrir mjög gott veður til veiða í gær. Skotveiði Mest lesið Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði 64% af veiðinni í Blöndu af svæði I Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði
Rjúpnaveiðin stendur nú yfir og það eru margir á fjöllum að freysta þess að ná í jólamatinn. Nú er að líða fyrsta heila helgin á þessu rjúpnaveiðitímabili og það sem mest er verið að ræða er greinilega mikill munur á milli veiðitímans núna og 2019. Það var fyrirfram búið að segja að afkoma stofnsins væri heldur léleg þetta árið og flestar rjúpnaskyttur sem við höfum heyrt frá eru sammála því að það sé minna af rjúpu þetta árið. Það er nokkurn veginn sama um hvaða landshluta er að ræða, þeir sem eru búnir að vera á fjöllum segja að það sé mjög lítið um stóra hópa og að rjúpan sé mjög dreifð. Margir af viðmælendum okkar þurftu einn til tvo daga til að ná því sem þeir þurftu í jólamatinn í fyrra en nú er staðan þannig að sárafáir eru komnir þangað. Að meðaltali virðast menn vera að fá fjórar til fimm á eftir daginn en það eru þeir sem þá á annað borð ná fugli. Þeir eru mun fleiri sem eru ekki búnir að fá neitt. Við heyrðum af mönnum sem voru við Ok, Skjaldbreið og Kaldadal í gær og þar sást varla fugl þrátt fyrir mjög gott veður til veiða í gær.
Skotveiði Mest lesið Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði 64% af veiðinni í Blöndu af svæði I Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði