Innlent

Víðir ráðinn í stöðu Víðis

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Víðir Reynisson, betur þekktur sem Víðir Reynisson, hefur verið ráðinn í stöðu yfirlögregluþjóns almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra. Víðir hefur gegnt stöðunni undanfarna mánuði og mun nú gera það áfram með formlegri ráðningu. 

Ráðið hefur verið í þrjár af fjórum stöðum sem auglýstar voru lausar í byrjun september í tengslum við skipuritsbreytingar embættis ríkislögreglustjóra. Auglýst var eftir umsóknum í stöður sviðstjóra þjónustusviðs, landamærasviðs, almannavarnasviðs og alþjóðasviðs.

Líkt og áður segir hefur Víðir verið skipaður yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs. Hann var enda sá eini sem sótti um stöðuna, sem hann hefur sjálfur gegnt undanfarna mánuði. 

Þá hefur Jón Pétur Jónsson verið skipaður yfirlögregluþjónn landamærasviðs og Rannveig Þórisdóttir ráðin sviðsstjóri þjónustusviðs. Ráðningarferli í stöðu sviðsstjóra alþjóðasviðs stendur enn yfir. Tilkynnt verður um skipun í stöðuna þegar því er lokið.

Víðir og Jón Pétur tóku formlega við stöðum sínum 1. nóvember síðastliðinn. Rannveig mun taka við þjónustusviði á næstu vikum.

Rannveig Þórisdóttir.
Jón Pétur Jónsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×