Innlent

Eld­fjalla­safn Haraldar í Hólminum aug­lýst til sölu

Atli Ísleifsson skrifar
Safnið hefur verið til húsa við Aðalgötu 6 í rúman áratug.
Safnið hefur verið til húsa við Aðalgötu 6 í rúman áratug. Eldfjallasafnið

Eldfjallasafnið í Stykkishólmi hefur verið auglýst til sölu en safninu fylgja allir þeir safnmunir sem Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hafi komið sér upp síðustu áratugina.

Morgunblaðið segir frá þessu. Húsnæðið sem hýsir safnið er í eigu Stykkishólmsbæjar en Haraldur segir að bærinn geti ekki lengur haldið við húsinu og því verði nú að loka safninu. Hann segir það áfall að svo skyldi fara.

Haraldur er gagnrýninn á bæjaryfirvöld og segir þar engan skilning á gildi safnsins og hvað sé verðmætt fyrir ferðamanninn.

Á bloggsíðu Haraldar, þar safnið er einnig auglýst til sölu, segir að hann hafi komið sér upp miklu safni af efni, ýmiss konar listaverkum, rannsóknarefni og bókum sem snerta eldgos og eldvirkni víðsvegar um heim.

Safnið hefur verið til húsa við Aðalgötu 6 í rúman áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×