Viðskipti innlent

Ráðin til H:N Markaðs­sam­skipta

Atli Ísleifsson skrifar
Grettir Gautason, Una Baldvinsdóttir og Jónas Unnarsson.
Grettir Gautason, Una Baldvinsdóttir og Jónas Unnarsson. H:N Markaðssamskipti

Grettir Gautason, Jónas Unnarsson og Una Baldvinsdóttir hafa öll verið ráðin til H:N Markaðssamskipta.

Í tilkynningu frá stofunni segir að þau hafi öll þegar hafið störf.

Þar kemur fram að Grettir Gautason, almanna- og viðskiptatengill, sé með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands ásamt því að vera að ljúka MA-námi í almannatengslum og markaðssetningu við Universidade Fernando Pessoa. Hann starfaði áður sem sölu- og verkefnisstjóri hjá Kjarnanum, vefmiðli.

„Jónas Unnarsson, grafískur miðlari, starfaði áður hjá Íslensku auglýsingastofunni sem hönnuður og þar áður sem umbrotsmaður hjá Fréttablaðinu. Jónas lauk sveinsprófi í grafískri miðlun við Iðnskólanum í Reykjavík árið 2004.

Una Baldvinsdóttir, grafískur hönnuður, er með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands, MA-gráðu í textílhönnun frá Swedish School of Textiles og MA-gráðu í Visual Design frá SPD Milano. Una hefur meðal annars unnið fyrir þýska hönnunarfyrirtækið BLESS og Samband íslenskra myndlistarmanna,“ segir í tilkynningunni.

Alls starfa 26 nú hjá auglýsingastofunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×