Veiði

Veiðisaga úr Tungufljóti í Skaftárhreppi

Karl Lúðvíksson skrifar
Pálmi Sigurðsson með flottan birting úr Tungufljóti
Pálmi Sigurðsson með flottan birting úr Tungufljóti

Tungufljót er oftar ekki en feyknasterkt á haustin og miðað við hvernig veiðin hefur verið er klárlega búið að vera gaman á bökkunum þar síðustu daga og vikur.

Það var góður hópur sem var við ánna fyrir stuttu og gerðu þeir góða veiði í ánni. Við heyrðum í Pálma Sigurðssyni sem var meðal þeirra sem þarna voru við veiðar og hann sendi okkur eftirfarandi póst sem við þökkum vel fyrir. 

"Með stuttum fyrirvara bauðst okkur veiði í tungufljóti, sjálfur hafði ég aldrei veitt þar né mennirnir sem ég var að ffara með. Hellirigning tók á móti okkur en mjög millt veður annars. Áin sjálf er ekki löng og mjög þæginlegt að ná yfir hana alla. Fossinn er efsti veiðistaður og er ofboðslega fallegur staður og mjög veiðilegur, þrátt fyrir það settum við ekki í fisk þar. Breiðafor var fullur af lífi og við náðum þar á land 2 birtingum og einum laxi. Þarna er öllum fiski sleppt og var það alveg nýtt fyrir sumum okkar, verð ég að segja að eftir svona skemmtilega baráttu að þakka fyrir með því að halda við hann í vatninu meðan hann jafnar sig og sjá hann síðan rjúka í burtu gefur veiðinni nýjan sjarma. 

Kristófer Jónasson með stærsta birtinginn í hollinu

Við veiddum alla ánna og margir mjög fallegir hylir en urðum lítið varir nema þegar kom að Syðri hólma neðst í ánni. Þar var mikið líf og settum við þar í marga fiska í skilum jökulsársvatnsins og árinnar. Rétt fyrir enda seinustu vaktarinnar settum við síðan í stærsta fisk ferðarinnar sem spólaði allt út og hvaddi okkur kalda eftir. Tungufljót er Perla veiðimannsins, veiðihúsið frábært, aðgengi að veiðistöðum gott, fallegir veiðistaðir og fullt af fisk. Við erum að plana næstu ferð þangað fljótt."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.