Erlent

Fjór­tán og sex­tán ára ung­lingar hand­teknir fyrir morð í Dan­mörku

Atli Ísleifsson skrifar
Átján ára maður var skotinn til bana í Frederiksberg síðastliðið föstudagskvöld.
Átján ára maður var skotinn til bana í Frederiksberg síðastliðið föstudagskvöld. Getty

Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í gærkvöldi fjórtán og sextán ára unglinga vegna morðsins á átján ára manni í Frederiksberg síðastliðið föstudagskvöld.

Lögregla greinir frá þessu í tísti. Þar segir jafnframt að þessi fjórtán ára sé nú í umsjón félagsmálayfirvalda, enda sé hann undir lögaldri.

Þessi sextán ára verður leiddur fyrir dómara síðar í dag.

Átján ára maður var skotinn í höfuðið á Dirch Passers Allé í Frederiksberg klukkan 20.44 að staðartíma á föstudag. Hann lést af völdum sára sinna á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×