Innlent

Sprittbrúsum stolið af Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Nokkuð hefur verið um það að sprittbrúsum hafi verið stolið af Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi eftir að kórónaveiran kom upp en brúsarnir eru staðsettir hér og þar á sjúkrahúsinu, sem hluti af sóttvörnum.
Nokkuð hefur verið um það að sprittbrúsum hafi verið stolið af Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi eftir að kórónaveiran kom upp en brúsarnir eru staðsettir hér og þar á sjúkrahúsinu, sem hluti af sóttvörnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson.

„Ég veit að eitthvað er um að brúsar hverfi en það er fórnarkostnaðurinn sem við tökum á okkur til að geta tryggt sóttvarnir. Það er leitt að þurfa glíma við þetta en það er erfiðara að fara með spritt út úr húsi þegar það er í stöndunum hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands aðspurð hvort það væri rétt að sprittbrúsum af stofnuninni á Selfossi hafi verið stolið reglulega eftir að kórónaveiran kom upp.

Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir leitt að vita til þess að sprittbrúsum sé stolið af sjúkrahúsinu.Einkasafn

„Þetta er sorlegt en sóttvarnirnar eru mikilvægar og til fyrirmyndar að sjá hvað fyrirtæki leggja sig fram við að hafa sprittbrúsa sýnilega. Það má ekki undir neinum kringumstöðum slaka á sóttvarnarkröfum og mikilvægt að allir hafi tök á að spritta hendur þar sem þeir eru að koma,“ bætir Díana við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×