Innlent

Svona var 110. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þórólfur Guðnason og Rögnvaldur Ólafsson munu fara yfir stöðu mála.
Þórólfur Guðnason og Rögnvaldur Ólafsson munu fara yfir stöðu mála. Vísir/Vilhelm

Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins.

Fundurinn hefst venju samkvæmt klukkan 14:03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. Hér að neðan má einnig fylgjast með beinni textalýsingu frá fundinum.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, þann 6. september, samkvæmt tölulegum upplýsingum á covid.is.

76 eru í einangrun og 307 í sóttkví. Nýgengi innanlandssmita er 12,5 og nýgengi smita við landamærin 7,4.

Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×