Í byrjun sambands, þegar fólk er að kynnast og fiðrildin í maganum lyfta fólki upp á bleika skýið, verða vikurnar oft þéttsetnar af rómantískum stefnumótum.
Stefnumótin geta verið allavega, bíóferðir, matarboð, kaffihús, göngutúrar eða rómantískir kvöldverðir á veitingastöðum, svo eitthvað sé nefnt. Við getum því sagt að megininntak stefnumóts sé að taka tíma frá saman og gera eitthvað sem veitir sameiginlega gleði.
Þegar fólk stígur svo af hinu margrómaða bleika skýi niður í þægindaramma ástarinnar, vill stundum gleymast að taka frá tíma fyrir stefnumót. Vinna, áhugamál, fjölskyldulíf og barnauppeldi eru fljót að fylla allar stundir í dagatalinu. Það verður því misjafnt hversu mikilvægt pörum finnist það vera að taka tíma frá til að gera eitthvað saman.
Spurningu vikunnar er beint til fólks sem er í langtímasambandi.
Ferðu reglulega á stefnumót með makanum þínum?
Hægt er að svara könnuninni hér fyrir neðan: