Viðskipti innlent

Jónas Gestur tekur við stjórnar­for­mennsku hjá Deloitte

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Þór Bjarnason, Björgvin Ingi Ólafsson, Jón Eyfjörð Friðriksson, Haraldur Birgisson, Sunna Dóra Einarsdóttir og Jónas Gestur Jónasson.
Bjarni Þór Bjarnason, Björgvin Ingi Ólafsson, Jón Eyfjörð Friðriksson, Haraldur Birgisson, Sunna Dóra Einarsdóttir og Jónas Gestur Jónasson. Deloitte

Jónas Gestur Jónasson er nýr stjórnarformaður Deloitte á Íslandi en nokkrar breytingar verða á stjórnendateymi Deloitte núna um mánaðamótin.

Sunna Dóra Einarsdóttir mun taka við hlutverki sviðsstjóra Viðskiptalausna af Jónasi Gesti Jónassyni, sem mun taka við sem stjórnarformaður Deloitte. Sunna Dóra er einnig fjármálastjóri Deloitte og hefur undanfarin ár starfað sem meðeigandi innan Viðskiptalausna.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Haraldur Ingi Birgisson muni taka við sem sviðsstjóri Skatta- og lögfræðiráðgjafar af Bjarna Þór Bjarnasyni, sem mun stýra lykil þjónustulínum á sviðinu og leiða stærri verkefni fyrir viðskiptavini Deloitte.

„Haraldur er einnig forstöðumaður viðskipta- og markaðstengsla og hefur jafnframt verið meðeigandi innan Skatta- og lögfræðiráðgjafar.

Að auki mun Jón Eyfjörð Friðriksson taka við hlutverki sviðsstjóra Upplýsingatækniráðgjafar af Björgvin Inga Ólafssyni, sem mun leiða teymi stefnumótunar og rekstrarráðgjafar innan Fjármálaráðgjafar Deloitte. Jón Eyfjörð hefur starfað sem meðeigandi á sviðinu frá árinu 2016,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×