Veiði

Sjálfsmennska í Laxárdalnum

Karl Lúðvíksson skrifar
Það veiðast flottir urriðar í Laxárdalnum
Það veiðast flottir urriðar í Laxárdalnum Mynd: Bjarni Höskuldsson
Það er farið að bera á forföllum erlendra veiðimanna sem eiga bókaða daga í júní og veiðifélögin bregðast við því á misjafnan hátt.Eitt af þeim svæðum sem hefur verið mikið bókað í er Laxárdalurinn sem er eitt af veiðisvæðum SVFR. Þar á bæ hefur verið farin ágæt leið til að bregðast við þessu en það er að bjóða veiðimönnum uppá "sefl-catering" eða sjálfsmennsku sem er nýtt orð yfir þetta þegar veiðimenn sjá um sig sjálfir í húsinu. Hér er tilkynning frá SVFR vegna þessara breytinga:"Vegna COVID tengdra forfalla veiðimanna búsettra erlendis bjóðum við í júní uppá sjálfsmennsku í Laxá í Laxárdal. Þetta er einstakt tækifæri fyrir veiðimenn til að fara á eitt besta urriðasvæði í heimi í sjálfsmennsku. Þeir sem kjósa að gista í húsinu greiða aðeins kr. 5.000 á dag pr. mann fyrir uppábúið rúm við komu. Veiðimenn sjá um sig sjálfir í mat og drykk og eru beðnir um að ganga vel um húsið.Veiðimenn kjósa ekki að nýta húsið er velkomið að kaupa veiðileyfið eitt og sér. Þeir veiðimenn sem ekki ætla að gista verða að tilkynna það fyrirfram með minnst 10 daga fyrirvara fyrir komu með því að senda tölvupóst á svfr@svfr.is þess efnis.Verð veiðileyfa pr dag/stöng er aðeins kr. 27.900.- fyrir félagsmenn í SVFR. Hægt er að nýta gjafabréf félagsmanna til þessara kaupa.Einnig bjóðum við veiðimönnum að kaupa staka daga, sendið okkur fyrirspurn á svfr@svfr.is. Það er því auðvelt fyrir t.d. fyrir veiðimenn sem fara í Mývatnssveit að lengja veiðitúra sína og prófa Laxárdalinn fyrst menn eru komnir norður á annað borð. Þá er stakur daguri tilvalinn fyrir nærsveitarmenn sem hafa ekki þörf á fæði og gistingu í næsta nágrenni við heimahagana.
Caddis

Þess má geta að nokkar stangir eru lausar í hin eftistóttu Caddis holl í Laxárdal. Caddis bræðurnir Hrafn og Óli þekkja Laxárdalinn betur en flestir og í þessum hollum eru þeir veiðmönnum til aðstoðar og leiðsagnar þó ekki sem einkaleiðsögumenn heldur gefa þeir ráð og flakka á milli. Þessi holl eru bæði fyrir byrjendur og lengar
Fræðslunefnd SVFR hélt eftirminnilegt opið hús fyrr á þessu ári þar sem nokkrir leyndadómar Laxárdalsins voru afhjúpaðir. Troðfullt var út af dyrum og áhugi veiðimanna augljóslega mikill."

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.