Gæti orðið frábært sumar í laxveiði Karl Lúðvíksson skrifar 14. apríl 2020 08:07 Það er vonandi gott laxveiðisumar í vændum. Laxveiðin byrjar fyrstu dagana í júní og þó það sé ennþá einn og hálfur mánuður í að veiðin hefjist eru veiðimenn farnir að spá í sumarið. Það skal tekið fram að þær vangaveltur sem hér fara eftir er spá um sumarið sem byggir á nokkuð haldgóðri þekkingu á veiði síðustu tveggja áratuga. Málið er að síðusta sumar var eins og veiðimenn muna heldur lélegt í aflabrögðum og hörmung var það í vatni fyrir árnar. Veturinn á undan því sumri var bæði snjóléttur og mildur og honum fylgdi síðan hlýtt vor sem snérist í sólríkt, hlýtt og rigningarlaust sumar. Það var lítil skemmtun fólgin í því að standa við vatnslausar árnar og kasta á þá fáu laxa sem mættu en menn létu sig bara hafa það. Nú eru þau teikn á lofti að veturinn hefur verið bæði kaldur og snjóþungur. Það þýðir að vatnsleysis ætti ekki að gæta í ánum fyrr en seinni part júlí ef það rignir ekkert fram að þeim tíma, en líkurnar á því eru víst heldur litlar. Það stefnir þess vegna í gott sumar í vatni og það er strax byrjun sem lofar góðu. Síðan er það sá þáttur sem skiptir mestu máli en það er stærð laxagöngunnar. Sumarið 2015 var með eindæmum gott og það minnast þess margir með miklum hlýhug enda var gott vatn og mikil veiði í laxveiðiánum. Þegar veiði lauk um haustið var mikið af laxi í ánum sem skilar sér yfirleitt í góðri hrygningu. Það er ýmislegt sem bendir til þess að sú öfluga hrygning sem átti sér stað haustið sumarið 2015 hafi verið góð og að það hafi verið stór stofn af gönguseiðum sem fór til sjávar vorið 2019 eftir þriggja ára dvöl í ánni. Það var hlýtt vor sem tók á móti þeim seiðum og almennt er talið að fæðiframboð og hitastig sjávar hafi að sama skapi verið seiðunum hliðhollt. Ef seiðin hafa haft nóg að bíta og brenna í vetur gætum við þess vegna átt von á sterkum göngum af eins árs laxi í árnar. Það væri kærkomið eftir veiðina í fyrra. Stangveiði Mest lesið Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Stóra Laxá III: 16 laxar á níu tímum! Veiði
Laxveiðin byrjar fyrstu dagana í júní og þó það sé ennþá einn og hálfur mánuður í að veiðin hefjist eru veiðimenn farnir að spá í sumarið. Það skal tekið fram að þær vangaveltur sem hér fara eftir er spá um sumarið sem byggir á nokkuð haldgóðri þekkingu á veiði síðustu tveggja áratuga. Málið er að síðusta sumar var eins og veiðimenn muna heldur lélegt í aflabrögðum og hörmung var það í vatni fyrir árnar. Veturinn á undan því sumri var bæði snjóléttur og mildur og honum fylgdi síðan hlýtt vor sem snérist í sólríkt, hlýtt og rigningarlaust sumar. Það var lítil skemmtun fólgin í því að standa við vatnslausar árnar og kasta á þá fáu laxa sem mættu en menn létu sig bara hafa það. Nú eru þau teikn á lofti að veturinn hefur verið bæði kaldur og snjóþungur. Það þýðir að vatnsleysis ætti ekki að gæta í ánum fyrr en seinni part júlí ef það rignir ekkert fram að þeim tíma, en líkurnar á því eru víst heldur litlar. Það stefnir þess vegna í gott sumar í vatni og það er strax byrjun sem lofar góðu. Síðan er það sá þáttur sem skiptir mestu máli en það er stærð laxagöngunnar. Sumarið 2015 var með eindæmum gott og það minnast þess margir með miklum hlýhug enda var gott vatn og mikil veiði í laxveiðiánum. Þegar veiði lauk um haustið var mikið af laxi í ánum sem skilar sér yfirleitt í góðri hrygningu. Það er ýmislegt sem bendir til þess að sú öfluga hrygning sem átti sér stað haustið sumarið 2015 hafi verið góð og að það hafi verið stór stofn af gönguseiðum sem fór til sjávar vorið 2019 eftir þriggja ára dvöl í ánni. Það var hlýtt vor sem tók á móti þeim seiðum og almennt er talið að fæðiframboð og hitastig sjávar hafi að sama skapi verið seiðunum hliðhollt. Ef seiðin hafa haft nóg að bíta og brenna í vetur gætum við þess vegna átt von á sterkum göngum af eins árs laxi í árnar. Það væri kærkomið eftir veiðina í fyrra.
Stangveiði Mest lesið Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Stóra Laxá III: 16 laxar á níu tímum! Veiði