Hélt ræðu á minningarathöfninni um Kobe og náði einstöku afreki nokkrum tímum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 11:30 Sabrina Ionescu var góður vinur Kobe Bryant og fékk góð ráð frá honum. Getty/Cody Glenn Körfuboltakonan Sabrina Ionescu náði sögulegu og einstöku afreki í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt þegar hún varð fyrsti meðlimurinn í 2000-1000-1000 klúbbnum. Enginn karl og enginn kona höfðu náð þessu áður. Sabrina Ionescu var góður vinur Kobe Bryant og dóttur hans Gigi en Sabrina er framtíðar súperstjarna WNBA-deildarinnar miðað við það sem hún hefur sýnt í bandaríska háskólakörfuboltanum síðustu árin. Sabrina Ionescu spoke at Kobe and Gianna Bryant’s memorial this morning and tonight became the first player in D-I history to reach 2,000 points, 1,000 assists and 1,000 rebounds. She did it on 2/24/20. Amazing. pic.twitter.com/HYf5qb0gIH— Arash Markazi (@ArashMarkazi) February 25, 2020 Sabrina Ionescu mætti á minningarhátíð um Kobe Bryant í gær og hélt meðal annars ræðu þar sem hún talaði um Kobe og þrettán ára dóttur hans Gigi. Kobe Bryant hafði greint hennar leik og gefið henni dýrmæt ráð. Hér fyrir neðan má sjá þessa frábæru körfuboltakonu flytja ræðu til heiðurs vina sinna Kobe og Giönnu Bryant. "I still text [Kobe] even though he's not here." – Sabrina Ionescu while speaking at Kobe and Gianna Bryant's Celebration of Life pic.twitter.com/sOVh82u68Z— espnW (@espnW) February 24, 2020 Aðeins nokkrum tímum eftir minningarhátíðina var Sabrina Ionescu síðan mætt inn á völlinn og hún heiðraði Kobe Bryant þar líka með því að ná sinni 26. þrennu á háskólaferlinum. Ionescu endaði leikinn með 21 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar. Þetta var áttunda þrenna hennar á tímabilinu en með því jafnaði hún sitt eigið met síðan í fyrra. A league of her own @sabrina_i20 becomes the 1st player in D-I history to reach 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb ... and she did it on 2.24 pic.twitter.com/uBQTtz8Lne— SportsCenter (@SportsCenter) February 25, 2020 Það var hins vegar níunda frákastið hennar í leiknum sem sá til þess að hún er búin að afreka það sem engum körfuboltamanni, karli eða konu, hefur tekist í 1. deild bandaríska háskólakörfuboltans. Á næstum því fjórum árum sínum með Oregon háskólaliðinu hefur Sabrina Ionescu tekist að skorað yfir tvö þúsund stig, taka yfir þúsund fráköst og gefa yfir þúsund stoðsendingar. "That one was for him. To do it on 2-24-20 is huge."@Sabrina_i20 dedicated hitting 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb to her late friend, Kobe Bryant. pic.twitter.com/AHJ4qFrP9M— espnW (@espnW) February 25, 2020 Sabrina Ionescu var tekin í viðtal hjá ESPN eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir ofan. „Þetta var fyrir hann (Kobe). Það var risastórt fyrir mig að ná þessu á 24.2. Ég og hann (Kobe) töluðum um það á undirbúningstímabilionu að ég myndi ná þessu. Ég veit að hann horfir stoltur niður á mig og ég er mjög ánægð með að ná þessu,“ sagði Sabrina Ionescu. Það búast allir við því að Sabrina Ionescu verði valin fyrst í nýliðavali WNBA í apríl. Hún átti möguleika á að fara í WNBA-deildina eftir síðasta tímabil en valdi það frekar að klára skólann. 2.24.20= 2k 1k 1k 2+24=26 total triple doubles 8=total triple doubles this season so far Your presence is felt. Just like we talked about... I HEAR YOU Thank you KB. pic.twitter.com/T7IRdXsRSa— Sabrina Ionescu (@sabrina_i20) February 25, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Körfuboltakonan Sabrina Ionescu náði sögulegu og einstöku afreki í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt þegar hún varð fyrsti meðlimurinn í 2000-1000-1000 klúbbnum. Enginn karl og enginn kona höfðu náð þessu áður. Sabrina Ionescu var góður vinur Kobe Bryant og dóttur hans Gigi en Sabrina er framtíðar súperstjarna WNBA-deildarinnar miðað við það sem hún hefur sýnt í bandaríska háskólakörfuboltanum síðustu árin. Sabrina Ionescu spoke at Kobe and Gianna Bryant’s memorial this morning and tonight became the first player in D-I history to reach 2,000 points, 1,000 assists and 1,000 rebounds. She did it on 2/24/20. Amazing. pic.twitter.com/HYf5qb0gIH— Arash Markazi (@ArashMarkazi) February 25, 2020 Sabrina Ionescu mætti á minningarhátíð um Kobe Bryant í gær og hélt meðal annars ræðu þar sem hún talaði um Kobe og þrettán ára dóttur hans Gigi. Kobe Bryant hafði greint hennar leik og gefið henni dýrmæt ráð. Hér fyrir neðan má sjá þessa frábæru körfuboltakonu flytja ræðu til heiðurs vina sinna Kobe og Giönnu Bryant. "I still text [Kobe] even though he's not here." – Sabrina Ionescu while speaking at Kobe and Gianna Bryant's Celebration of Life pic.twitter.com/sOVh82u68Z— espnW (@espnW) February 24, 2020 Aðeins nokkrum tímum eftir minningarhátíðina var Sabrina Ionescu síðan mætt inn á völlinn og hún heiðraði Kobe Bryant þar líka með því að ná sinni 26. þrennu á háskólaferlinum. Ionescu endaði leikinn með 21 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar. Þetta var áttunda þrenna hennar á tímabilinu en með því jafnaði hún sitt eigið met síðan í fyrra. A league of her own @sabrina_i20 becomes the 1st player in D-I history to reach 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb ... and she did it on 2.24 pic.twitter.com/uBQTtz8Lne— SportsCenter (@SportsCenter) February 25, 2020 Það var hins vegar níunda frákastið hennar í leiknum sem sá til þess að hún er búin að afreka það sem engum körfuboltamanni, karli eða konu, hefur tekist í 1. deild bandaríska háskólakörfuboltans. Á næstum því fjórum árum sínum með Oregon háskólaliðinu hefur Sabrina Ionescu tekist að skorað yfir tvö þúsund stig, taka yfir þúsund fráköst og gefa yfir þúsund stoðsendingar. "That one was for him. To do it on 2-24-20 is huge."@Sabrina_i20 dedicated hitting 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb to her late friend, Kobe Bryant. pic.twitter.com/AHJ4qFrP9M— espnW (@espnW) February 25, 2020 Sabrina Ionescu var tekin í viðtal hjá ESPN eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir ofan. „Þetta var fyrir hann (Kobe). Það var risastórt fyrir mig að ná þessu á 24.2. Ég og hann (Kobe) töluðum um það á undirbúningstímabilionu að ég myndi ná þessu. Ég veit að hann horfir stoltur niður á mig og ég er mjög ánægð með að ná þessu,“ sagði Sabrina Ionescu. Það búast allir við því að Sabrina Ionescu verði valin fyrst í nýliðavali WNBA í apríl. Hún átti möguleika á að fara í WNBA-deildina eftir síðasta tímabil en valdi það frekar að klára skólann. 2.24.20= 2k 1k 1k 2+24=26 total triple doubles 8=total triple doubles this season so far Your presence is felt. Just like we talked about... I HEAR YOU Thank you KB. pic.twitter.com/T7IRdXsRSa— Sabrina Ionescu (@sabrina_i20) February 25, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira