Körfubolti

Sjóðandi heitur LeBron í sigri Lakers og gríska undrið tók ní­tján frá­köst

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron var frábær í nótt.
LeBron var frábær í nótt. vísir/getty

LeBron James gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig er Lakers vann sigur á New Orleans á heimavelli, 108-109.

LeBron gerði 40 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar en Anthony Davis kom næstur í liði Lakers með 21 stig og fjórtán fráköst.

Brandon Ingram gerði 34 stig fyrir New Orleans en þetta var sjötti sigurleikur Lakers í röð. New Orleans er hins vegar bara með 43% sigurhlutfall í vetur.







Milwaukee, sem er búið fyrst allra liða að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, vann sinn fjórða leik í röð í nótt er liðið afgreiddi Toronto á útivelli, 108-97.

Khris Middleton skoraði 22 stig fyrir Milwaukee og Giannis Antetokounmpo bætti við 19 stigum og jafn mörgum fráköstum.







Úrslit næturinnar:

Charlotte - Indiana 80-119

Milwaukee - Toronto 108-97

Oklahoma City - Chicago 124-122

Detroit - Denver 98-115

New Orleans - LA Lakers 109-118

Boston - Portland 118-106

Sacramento - Golden State 112-94

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×