Körfubolti

Sjóðandi heitur LeBron í sigri Lakers og gríska undrið tók ní­tján frá­köst

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron var frábær í nótt.
LeBron var frábær í nótt. vísir/getty

LeBron James gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig er Lakers vann sigur á New Orleans á heimavelli, 108-109.

LeBron gerði 40 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar en Anthony Davis kom næstur í liði Lakers með 21 stig og fjórtán fráköst.

Brandon Ingram gerði 34 stig fyrir New Orleans en þetta var sjötti sigurleikur Lakers í röð. New Orleans er hins vegar bara með 43% sigurhlutfall í vetur.
Milwaukee, sem er búið fyrst allra liða að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, vann sinn fjórða leik í röð í nótt er liðið afgreiddi Toronto á útivelli, 108-97.

Khris Middleton skoraði 22 stig fyrir Milwaukee og Giannis Antetokounmpo bætti við 19 stigum og jafn mörgum fráköstum.
Úrslit næturinnar:
Charlotte - Indiana 80-119
Milwaukee - Toronto 108-97
Oklahoma City - Chicago 124-122
Detroit - Denver 98-115
New Orleans - LA Lakers 109-118
Boston - Portland 118-106
Sacramento - Golden State 112-94

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.