Innlent

Svona var þriðji upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð klukkan 16. Efni fundarins sem fyrr er staða mála hvað varðar kórónuveirunnar en greint var frá fyrsta staðfesta smittilfellinu í dag. 

Bein útsending verður frá fundinum á Vísi og fylgst með gangi mála í vaktinni fyrir þá sem ekki hafa tök á að hlusta.

Á fundinum í dag mun Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, kynna í stuttu máli aðgerðir og viðbúnað spítalans í tengslum við kóróunuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þá munu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sitja fyrir svörum.

Sjá einnig: Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi

Jafnframt mun Alma D. Möller landlæknir ræða viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar og þá stöðu sem blasir við vegna nýju kórónuveirunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×