Viðskipti erlent

Að­skota­hlutir finnast í bensín­tönkum nýrra 737 MAX véla

Atli Ísleifsson skrifar
MAX-vélarnar hafa verið kyrrsettar síðan í marsmánuði í fyrra.
MAX-vélarnar hafa verið kyrrsettar síðan í marsmánuði í fyrra. Getty

Verksmiðjur Boeing-flugvéla eru enn í vandræðum með 737-MAX þotur sínar en nú er komið í ljós að aðskotahlutir hafa fundist í bensíntönkum nýrra véla sem settar voru í geymslu eftir að MAX-vélarnar voru kyrrsettar.

Enn er með öllu óljóst hvort og þá hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun og þessar nýju fregnir auka ekki á traust manna í garð þeirra.

Talsmaður Boeing segir þó að málið eigi ekki að hafa áhrif á hvenær MAX-vélarnar komist aftur í notkun en svo virðist sem aðskotahlutirnir hafi fundist í þó nokkrum vélum sem enn hafði ekki verið flogið.

Ekki hefur verið gefið út um hvers konar aðskotahluti var að ræða en hugtakið er notað í flugiðnaðinum yfir hluti sem finnast á stöðum þar sem þeir ættu ekki að finnast og gætu orsakað skemmdir á vélinni.

MAX-vélarnar hafa verið kyrrsettar síðan í marsmánuði í fyrra eftir að tvær vélar slíkrar gerðar fórust með skömmu millibilil með þeim afleiðingum að 346 manns létu lífið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
8,11
9
94.152
KVIKA
6,76
25
308.808
ARION
4,55
29
389.714
SJOVA
4,18
10
52.541
ORIGO
3,69
4
37.712

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-2,18
3
4.337
REGINN
-2,17
10
174.896
ICEAIR
-2,16
55
23.375
SKEL
-1,49
2
30.781
MAREL
-0,73
42
403.086
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.