Starfsframinn og samtalið um yfirmanninn Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 09:00 Oft veit fólk ekki í hverju verkefni yfirmannsins felast helst en starfsframamarkþjálfi mælir með því að starfsfólk kynni sér málin. Vísir/Getty Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það fjallað hvernig stjórnendur eigi að beita sér gagnvart starfsfólki en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Rithöfundurinn og starfsframa-markþjálfinn Lea McLeod sérhæfir sig í málefnum sem varða erfiða samstarfsfélaga og yfirmenn. Hún segir alla sem vilja ná langt í starfi þurfa að huga að því sérstaklega hvernig þeir beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Þar skipti líka máli að horfa á yfirmanninn sem bandamann frekar en stjórnanda á stalli. Það sem McLeod mælir með að fólk geri er að spyrja yfirmenn sína reglulega spurninga sem veitir þeim innsýn í þeirra verkefni, áherslur, árangur í starfi, framtíðarplön eða framtíðarsýn. Að sögn McLeod er það algengt að starfsfólk veit ekki í hverju helstu verkefni yfirmannsins felast. Með því að verða upplýstari um þá vinnu fer fólk oft að skilja betur sjónarmið stjórnandans. Þá segir hún reglubundin samtöl starfsmanns við yfirmann um verkefni þess síðarnefnda oft skila sér í meiri samvinnu. Það geti síðar nýst vel fyrir starfsframann, til dæmis þegar leitað verður til yfirmannsins sem meðmælanda. McLeod gefur nokkrar hugmyndir að spurningum sem hún mælir með að fólk spyrji og við látum fylgja hér með. Auðvitað þarf hver og einn að orða spurningarnar með sínum hætti en þær eiga þó að gefa hugmyndir um það hvers konar samtal McLeod hvetur fólk til að eiga við sína yfirmenn. Hvert er meginmarkmiðið þitt í starfinu þínu? Hver eru markmiðin þín í starfsframa? (þ.e. hvort viðkomandi sjái sig í öðru starfi síðar um ævina) Hverjar eru helstu áherslur yfirmanns þíns? (stjórnendur eru líka með yfirmenn) Er eitthvað sem ég get gert til að aðstoða þig í þínum verkefnum? Hvaða eitt atriði myndir þú helst vilja að ég gerði öðruvísi en ég geri nú? Hvað myndir þú vilja að ég áttaði mig betur á varðandi þína vinnu eða stjórnunarhætti? Með hvaða hætti myndir þú vilja að ég gæfi þér endurgjöf? (þessi spurning á þó ekki við um stjórnendur sem vilja að starfsfólk þeirra sé alltaf sammála þeim) Hvers vegna vildir þú ráða mig í starfið mitt? Starfsframi Vinnustaðurinn Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það fjallað hvernig stjórnendur eigi að beita sér gagnvart starfsfólki en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Rithöfundurinn og starfsframa-markþjálfinn Lea McLeod sérhæfir sig í málefnum sem varða erfiða samstarfsfélaga og yfirmenn. Hún segir alla sem vilja ná langt í starfi þurfa að huga að því sérstaklega hvernig þeir beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Þar skipti líka máli að horfa á yfirmanninn sem bandamann frekar en stjórnanda á stalli. Það sem McLeod mælir með að fólk geri er að spyrja yfirmenn sína reglulega spurninga sem veitir þeim innsýn í þeirra verkefni, áherslur, árangur í starfi, framtíðarplön eða framtíðarsýn. Að sögn McLeod er það algengt að starfsfólk veit ekki í hverju helstu verkefni yfirmannsins felast. Með því að verða upplýstari um þá vinnu fer fólk oft að skilja betur sjónarmið stjórnandans. Þá segir hún reglubundin samtöl starfsmanns við yfirmann um verkefni þess síðarnefnda oft skila sér í meiri samvinnu. Það geti síðar nýst vel fyrir starfsframann, til dæmis þegar leitað verður til yfirmannsins sem meðmælanda. McLeod gefur nokkrar hugmyndir að spurningum sem hún mælir með að fólk spyrji og við látum fylgja hér með. Auðvitað þarf hver og einn að orða spurningarnar með sínum hætti en þær eiga þó að gefa hugmyndir um það hvers konar samtal McLeod hvetur fólk til að eiga við sína yfirmenn. Hvert er meginmarkmiðið þitt í starfinu þínu? Hver eru markmiðin þín í starfsframa? (þ.e. hvort viðkomandi sjái sig í öðru starfi síðar um ævina) Hverjar eru helstu áherslur yfirmanns þíns? (stjórnendur eru líka með yfirmenn) Er eitthvað sem ég get gert til að aðstoða þig í þínum verkefnum? Hvaða eitt atriði myndir þú helst vilja að ég gerði öðruvísi en ég geri nú? Hvað myndir þú vilja að ég áttaði mig betur á varðandi þína vinnu eða stjórnunarhætti? Með hvaða hætti myndir þú vilja að ég gæfi þér endurgjöf? (þessi spurning á þó ekki við um stjórnendur sem vilja að starfsfólk þeirra sé alltaf sammála þeim) Hvers vegna vildir þú ráða mig í starfið mitt?
Starfsframi Vinnustaðurinn Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira