Körfubolti

Flugmaður Kobe flaug líka margoft með Kawhi Leonard

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kawhi Leonard og Kobe Bryant mættust oft á körfuboltavellinum og voru miklir vinir utan hans.
Kawhi Leonard og Kobe Bryant mættust oft á körfuboltavellinum og voru miklir vinir utan hans. Getty/Andrew Bernstein

Kobe Bryant var ekki eina körfuboltastjarnan sem flaug með þyrluflugmanninum sem var við stjórnina þegar þyrlan hrapaði og tók með sér líf níu manns á sunnudaginn.  Kobe Bryant og dóttir hans Gianna fórust með þyrlunni.

Kawhi Leonard leitaði ráða hjá Kobe Bryant, vinar síns og læriföður, þegar hann snéri aftur til Los Angeles til að spila með liði Los Angeles Clippers.



Leonard talaði um Kobe Bryant við blaðamenn eftir æfingu og fór yfir það hvernig hann og Kobe ræddu allt milli heima og geima frá körfubolta. Hann ræddi við Kobe um hvar sé besta að búa og hvernig sé best að ferðast í Los Angeles borg.  Kobe Bryant bjó á Newport Beach og ræddi það við Leonard að notast við þyrlu.

„Ég talaði um þetta við hann áður en ég flutti til LA, sagði Kawhi Leonard eftir æfingu hjá Los Angeles Clippers.

„Ég sá hvernig hann fór fram og til baka frá Newport Beach og var búinn að notast við þyrlu í sautján ár,“ sagði Kawhi Leonard.



Kawhi Leonard á íbúð nálægt Staples Center en vill líka eyða eins miklum tíma í San Diego og hann gat.

Leonard notaðist ekki aðeins við sama ferðamáta og Kobe Bryant heldur fékk hann líka að nota flugmann Kobe, Ara Zobayan.

„Já við notuðum sama flugmanninn og allt saman. Ég ferðast til og frá San Diego með sama hætti og Kobe fór á milli,“ sagði Kawhi Leonard.



Kawhi Leonard sagði frá því að Ara Zobayan hafi stundið flogið með þá báða á sama deginum.

„Þetta var frábær náungi. Hann var einn af bestu flugmönnunum. Þetta er gæinn sem þú biður um að fljúga með þig á milli borga. Ég trúi þessu enn,“ sagði Leonard.

„Hann skilaði mér af sér og sagðist þó vera að fara að ná í Kobe sem hann sagðist biðja að heilsa. Eða að hann sagðist hafa verið að fara með Kobe og sagði að hann bæði að heilsa. Þetta voru sérstök samskipti. Hann var góður maður og ég finn til með öllum sem eiga sárt að binda,“ sagði Kawhi Leonard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×