Makamál

Aðeins 26 prósent karla velja sér eldri maka

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Helmingur kvenna velur sér eldri maka en aðeins 27 prósent karla.
Helmingur kvenna velur sér eldri maka en aðeins 27 prósent karla. Mynd/Getty

Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar Makamála velur helmingur kvenna sér eldri maka, en aðeins 26 prósent karla velur sér eldri maka. Aldursmunurinn varð að vera að lágmarki þrjú ár til að viðkomandi gæti talist sem eldri. Spurningin í síðustu viku var einfaldlega: Er makinn þinn eldri eða yngri en þú? 

Kynin svöruðu hvort sinni könnuninni og voru niðurstöður karlanna þannig að 48 prósent svöruðu að makinn væri yngri, 26 prósent svöruðu að makinn væri á sama aldri (plús, mínus tvö ár) og 26 prósent karla sagðist vera með maka sem væri eldri en það.

Hjá konunum skiptist þetta þannig að slétt 50 prósent sögðust vera með eldri maka, 27 prósent sögðust vera með maka á sama aldri (eða tveimur árum yngri eða eldri) og 23 prósent kvenna sögðust vera með yngri maka.

Það er oft talað um að ástin spyrji ekki um aldur. Margir velja sér maka sem er töluvert eldri eða yngri, en af hverju hafa aðrir oft skoðun á því? Við veltum fyrir okkur af hverju fólki finnst stundum skrítið þegar konan er eldri en maki sinn á meðan það er yfirleitt ekkert sagt þegar karlar eru með einhverjum yngri. Svo er mögulegt að þetta sé eitthvað að breytast. 

Í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum er mun algengara að karlmenn eigi yngri maka og að konur eigi eldri maka. Það virðist nokkuð raunhæf birtingarmynd ef marka má þessar niðurstöður. Ása Ninna ræddi niðurstöðurnar í Brennslunni í dag og má finna innslagið í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: 26 prósent karla velja sér eldri maka

Niðurstöður*

Er makinn þinn eldri eða yngri en þú?

Svör karla: 

26 % Eldri 

26 % Á sama aldri (plús/mínus tvö ár)

48 % Yngri

Svör kvenna:

50 % Eldri 

27 % Á sama aldri (plús/mínus tvö ár)

23 % Yngri

*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.


Tengdar fréttir

„Allir eiga að ganga með smokkinn“

Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.