Erlent

Noregs­konungur aftur mættur til vinnu eftir veikindi

Atli Ísleifsson skrifar
Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning.
Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning. epa

Haraldur Noregskonungur er aftur mættur til vinnu eftir að hafa dvalið á sjúkrahúsi síðustu daga vegna veikinda.

Hinn 82 ára Haraldur var lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Osló fyrir um tveimur vikum eftir að hafa kvartað yfir svima og dvaldi hann þar í rúma viku. Þurfti að hann að afboða komu sína á nokkra viðburði vegna veikindanna.

NRK greinir nú frá því að konungur sé nú aftur mættur til vinnu og hyggst mæta á fund ríkisstjórnar landsins á morgun.

Er búist við að Erna Solberg forsætisráðherra muni þar tilkynna um nýja ráðherra í ríkisstjórn landsins, en Siv Jensen, leiðtogi Framfaraflokksins, greindi frá því á dögunum að flokkurinn myndi hverfa úr ríkisstjórn.


Tengdar fréttir

Norska stjórnin er sprungin

Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×