Handbolti

Sænskur spekingur átti ekki orð yfir frammi­stöðu Dana og Mikkel Han­sen: „Ég er í sjokki“

Anton Ingi Leifsson frá Kaupmannahöfn skrifar
Úr leik Dana gegn Ungverjum í gær.
Úr leik Dana gegn Ungverjum í gær. vísir/getty

Fyrrum handboltakonan og nú sérfræðingur, Johanna Alm, var nánast orðlaus yfir frammistöðu danska landsliðsins í handbolta í gær og sér í lagi frammistöðu Mikkel Hansen.Johanna er sérfræðingur sænsku sjónvarpsstöðvarinnar TV10 á meðan EM stendur og hún var ekki hrifinn af danska landsliðinu.„Þetta er einn skrýtnasti leikur sem ég hef séð á ævinni,“ sagði hún eftir jafntefli danska liðsins við Ungverjaland í gær.Það þýðir að Danir eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina og þurfa að treysta á Ísland í lokaumferðinni.„Ég er vonsvikin með Nikolaj Jacobsen. Ég er ótrúlega vonsvikin mer Mikkel Hansen, besti handboltamann í heimi. Ég er orðlaus,“ og bætti við að lokum:

„Ég er í sjokki.“Það var ekki bara Johanna sem lýsti yfir áhyggjum sínum af danska liðinu. Margir danskir miðlar lýstu áhyggjum sínum í gær og Joachim Boldsen, fyrrum landsliðsmaður og nú sérfræðingur, er einn þeirra.„Það er eitthvað sem er ekki að smella saman hjá Danmörku. Gegn Íslandi var það varnarleikurinn sem virkaði ekki og í dag (í gær) var það sóknarleikurinn. Það er erfitt að segja til um hvað er að,“ sagði hann við norsku sjónvarpsstöðina TV3.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.