Körfubolti

Doncic heldur á­fram að skila mögnuðum tölum og Dallas gerði 140 stig | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Doncic í leiknum í nótt.
Doncic í leiknum í nótt. vísir/getty

Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en margar viðureignirnar voru ansi áhugaverðar.

Indiana marði Minnesota á heimavelli, 116-114, og frábær þriðji leikluti tryggði Philadelphia sigur gegn Chicago, 100-89.

Toronto gerði sér lítið fyrir og skoraði 140 stig gegn Washington á heimavelli en Miami lagði Oklahoma með sjö stiga mun, 115-108.
Þriðja tap Cleveland í röð kom gegn Memphis á heimavelli er þeir töpuðu 113-109 og Atlanta unnu sinn tíunda leik í vetur er þeir höfðu betur gegn San Antonio, 121-120.

Luka Doncic heldur áfram að skila frábærum tölum. Hann skoraði 35 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar í sigri Dallas á Portland, 120-112.

Hann setti niður átta þriggja stiga körfur en hann hefur aldrei sett niður fleiri þrista á ferlinum.
Úrslit næturinnar:
Minnesota- Indiana 114-116
Chicago - Philadelphia 89-100
Washington - Toronto 111-140
Miami - Oklahoma 115-108
Cleveland - Memphis 109-113
Atlanta - San Antonio 121-120
Portland - Dallas 112-120


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.