Tveggja metra reglan og skyndikynni er dæmi sem erfitt er að láta ganga upp þó ábyggilega séu einhverjar leiðir. Hvernig ætli stefnumótalíf einhleypra Íslendinga sé nú á tímum Covid-19? Eru skyndikynni orðin forboðin?
Það sem er forboðið hefur oft á tíðum orðið til þess að fólk falli í freistni en samkvæmt öllu ætti ekki að vera ráðlagt að stunda skyndikynni á þessum tímum.
Að þessu sinni beina Makmál Spurningu vikunnar til einhleypra á stefnumótamarkaðnum.
Myndir þú stunda skyndikynni í miðjum Covid faraldri?