Betra að vinna ekki þegar að við eigum að vera í fríi Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 09:00 Að vinna á kvöldin og um helgar getur haft neikvæð áhrif á viðhorfið okkar til starfsins eða vinnustaðarins. Vísir/Getty Það hvenær og hvernig við vinnum er að breytast nokkuð hratt í kjölfar kórónufaraldurs þar sem margir vinna nú að heiman að öllu leyti eða að hluta. Þá boðar þríeykið þau tíðindi að mögulega megi búast við að reglur verði hertar eða á þeim slakað um nokkurn tíma til viðbótar sem aftur þýðir að vinnustaðir gera ráð fyrir mismunandi sviðsmyndum innandyra hjá sér. Að vinna í fjarvinnu getur aukið sveigjanleikann í vinnu en í umfjöllun Harvard Business Review er brýnt fyrir fólki að í fjarvinnu þurfi líka að passa vel upp á það að frítími sé virtur. Ekki aðeins hefur fjöldi rannsókna sýnt að það er allra hagur að fólk nái góðri hvíld frá vinnu heldur hafa rannsóknir einnig sýnt fram á að vinna utan hefðbundins vinnutíma getur haft huglæg áhrif á það hvernig við upplifum starfið okkar eða vinnustað. Þessu til rökstuðnings er sagt frá rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum þar sem svarendur voru 1.298 starfsmenn í fullu starfi. Sá hópur fólks sem sagðist ekki vinna um helgar var almennt jákvæðara gagnvart vinnunni sinni, þ.e. hvatinn (e.motivation) var meiri og fólk var líklegra til að segja vinnuna sína skipta það miklu máli og að þar fengi fólk að nýt styrkleika sína vel. Þá var sagt frá könnun sem gerð var meðal nemenda í Harvard. Þar var hluti nemenda minntur á að þann dag sem könnunin var framkvæmd, 17.febrúar, væri bandaríski frídagurinn President‘s Day eða Dagur forseta. Hluti hópsins fékk hins vegar eingöngu upplýsingar um að dagsetningin væri 17.febrúar. Niðurstöður úr þessari könnun sýndu að sá hópur nemenda sem var minntur á það sérstaklega að þennan dag væri frídagur, lýsti náminu sínu almennt meira íþyngjandi en sá hópur sem var ekki minntur á þennan hátíðisdag. En hvað er til ráða ef vinnan kallar um helgar? Það ráð er gefið að ef fólk þarf að vinna eitthvað um helgi, þá stilli það hugann fyrirfram inn á það að þessi X-tími sem fer í vinnuna skilgreinist sem vinnutími en ekki tími þar sem þú átt að vera í fríi. Með þessari einföldu hugarleikfimi platar þú heilann sem aftur dregur úr líkum á því að fólk ómeðvitað er ekki eins jákvætt gagnvart starfi sínu eða vinnustað. Góðu ráðin Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Úrvinda starfsmenn: Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag Þótt fólk haldi að álag sé að aukast á vinnustöðum sýna mælingar á milli ára að fólk er ekki að meta álag í vinnunni meira en áður. Mun fleiri segjast þó vera úrvinda eftir vinnu og mjög þreyttir. Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup segir áreiti á fólk og tíðar breytingar nefndar til skýringar. 26. febrúar 2020 08:15 Álag í vinnu: Of oft miða stjórnendur við sjálfan sig Of margir stjórnendur styðjast við sína persónulegu reynslu þegar kemur að því að meta álag og streitu segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur hjá Auðnast. 26. febrúar 2020 11:00 Álag í vinnu: Hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu því það auðveldi starfsmönnum að leita til þeirra, til dæmis til að fyrirbyggja veikindafjarveru. 26. febrúar 2020 13:00 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Það hvenær og hvernig við vinnum er að breytast nokkuð hratt í kjölfar kórónufaraldurs þar sem margir vinna nú að heiman að öllu leyti eða að hluta. Þá boðar þríeykið þau tíðindi að mögulega megi búast við að reglur verði hertar eða á þeim slakað um nokkurn tíma til viðbótar sem aftur þýðir að vinnustaðir gera ráð fyrir mismunandi sviðsmyndum innandyra hjá sér. Að vinna í fjarvinnu getur aukið sveigjanleikann í vinnu en í umfjöllun Harvard Business Review er brýnt fyrir fólki að í fjarvinnu þurfi líka að passa vel upp á það að frítími sé virtur. Ekki aðeins hefur fjöldi rannsókna sýnt að það er allra hagur að fólk nái góðri hvíld frá vinnu heldur hafa rannsóknir einnig sýnt fram á að vinna utan hefðbundins vinnutíma getur haft huglæg áhrif á það hvernig við upplifum starfið okkar eða vinnustað. Þessu til rökstuðnings er sagt frá rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum þar sem svarendur voru 1.298 starfsmenn í fullu starfi. Sá hópur fólks sem sagðist ekki vinna um helgar var almennt jákvæðara gagnvart vinnunni sinni, þ.e. hvatinn (e.motivation) var meiri og fólk var líklegra til að segja vinnuna sína skipta það miklu máli og að þar fengi fólk að nýt styrkleika sína vel. Þá var sagt frá könnun sem gerð var meðal nemenda í Harvard. Þar var hluti nemenda minntur á að þann dag sem könnunin var framkvæmd, 17.febrúar, væri bandaríski frídagurinn President‘s Day eða Dagur forseta. Hluti hópsins fékk hins vegar eingöngu upplýsingar um að dagsetningin væri 17.febrúar. Niðurstöður úr þessari könnun sýndu að sá hópur nemenda sem var minntur á það sérstaklega að þennan dag væri frídagur, lýsti náminu sínu almennt meira íþyngjandi en sá hópur sem var ekki minntur á þennan hátíðisdag. En hvað er til ráða ef vinnan kallar um helgar? Það ráð er gefið að ef fólk þarf að vinna eitthvað um helgi, þá stilli það hugann fyrirfram inn á það að þessi X-tími sem fer í vinnuna skilgreinist sem vinnutími en ekki tími þar sem þú átt að vera í fríi. Með þessari einföldu hugarleikfimi platar þú heilann sem aftur dregur úr líkum á því að fólk ómeðvitað er ekki eins jákvætt gagnvart starfi sínu eða vinnustað.
Góðu ráðin Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Úrvinda starfsmenn: Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag Þótt fólk haldi að álag sé að aukast á vinnustöðum sýna mælingar á milli ára að fólk er ekki að meta álag í vinnunni meira en áður. Mun fleiri segjast þó vera úrvinda eftir vinnu og mjög þreyttir. Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup segir áreiti á fólk og tíðar breytingar nefndar til skýringar. 26. febrúar 2020 08:15 Álag í vinnu: Of oft miða stjórnendur við sjálfan sig Of margir stjórnendur styðjast við sína persónulegu reynslu þegar kemur að því að meta álag og streitu segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur hjá Auðnast. 26. febrúar 2020 11:00 Álag í vinnu: Hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu því það auðveldi starfsmönnum að leita til þeirra, til dæmis til að fyrirbyggja veikindafjarveru. 26. febrúar 2020 13:00 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Úrvinda starfsmenn: Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag Þótt fólk haldi að álag sé að aukast á vinnustöðum sýna mælingar á milli ára að fólk er ekki að meta álag í vinnunni meira en áður. Mun fleiri segjast þó vera úrvinda eftir vinnu og mjög þreyttir. Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup segir áreiti á fólk og tíðar breytingar nefndar til skýringar. 26. febrúar 2020 08:15
Álag í vinnu: Of oft miða stjórnendur við sjálfan sig Of margir stjórnendur styðjast við sína persónulegu reynslu þegar kemur að því að meta álag og streitu segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur hjá Auðnast. 26. febrúar 2020 11:00
Álag í vinnu: Hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu því það auðveldi starfsmönnum að leita til þeirra, til dæmis til að fyrirbyggja veikindafjarveru. 26. febrúar 2020 13:00