Erlent

Sögulegur samdráttur í Þýskalandi og von á svörtum tölum vestanhafs

Kjartan Kjartansson skrifar
Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið efnahagslegum hamförum um allan heim.
Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið efnahagslegum hamförum um allan heim. AP/Lynne Sladky

Þýska hagkerfið dróst saman um rúm tíu prósentustig á öðrum ársfjórðungi vegna áhrif kórónuveirufaraldursins. Þetta er hraðasti samdráttur sem mælist í Þýskalandi frá því að byrjað var að taka slíkar upplýsingar saman fyrir fimmtíu árum.

Áhrifa faraldursins gætti á fyrsta ársfjórðungi þegar tveggja prósentustiga samdráttur var í Þýskalandi. Samdrátturinn nú er rakin til hruns í einkaneyslu heimila, fjárfestingum í tækjabúnaði og inn- og útflutningi. Þýska hagkerfið er nú formlega talið í kreppu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Einnig er búist við svörtum hagtölum frá Bandaríkjunum í dag. AP-fréttastofan segir að tilkynnt verði um hagvaxtar- og atvinnutölur. Jafnvel er búist við að samdrátturinn mælist 30% sem væri sá langmesti sem mælst hefur á einum ársfjórðungi. Fyrra met var 10% árið 1958.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×