Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2020 12:35 Það er mokveiði í Eystri Rangá Mynd: Lax-á Veiðin heldur áfram að vera svo mikil í Eystri Rangá að metveiðin í henni er líklega í hættu þegar sumarið verður gert upp. Heildarveiðin er komin yfir 3.000 laxa og það er ekkert lát á göngum. Einar Lúðvíksson sem hefur haft veg og vanda af því að sjá um sleppingar í ánna segir að líklega sé toppnum ekki náð ennþá en það gæti gerst eftir eina til tvær vikur. Það má sem sagt gera ráð fyrir því að það sé einfaldlega von á enn meiri laxi í ánna sem er nú orðinn ansi þétt setinn víða. Besta veiðin í ánni var 2007 þegar það veiddust 7.473 laxar og til samanburðar er veiðin núna meira en 100% meiri en á sama tíma 2007. Það er því ekkert mál að skjóta á að Eystri Rangá fari yfir 10.000 laxa, það er bara spurning um hvenær það gerist. Ágúst hefur yfirleitt verið besti mánuðurinn í ánni en þegar dagsveiðin er alltaf um 200 laxar frá miðjum júlí er erfitt að sjá hvernig það er hægt að bæta mikið við þá tölu. Veiðimenn eru farnir að þurfa að taka smá pásu milli laxa bara til að hvíla hendurnar, já það er búið að taka á við mokveiðina sem er við Eystri núna. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði
Veiðin heldur áfram að vera svo mikil í Eystri Rangá að metveiðin í henni er líklega í hættu þegar sumarið verður gert upp. Heildarveiðin er komin yfir 3.000 laxa og það er ekkert lát á göngum. Einar Lúðvíksson sem hefur haft veg og vanda af því að sjá um sleppingar í ánna segir að líklega sé toppnum ekki náð ennþá en það gæti gerst eftir eina til tvær vikur. Það má sem sagt gera ráð fyrir því að það sé einfaldlega von á enn meiri laxi í ánna sem er nú orðinn ansi þétt setinn víða. Besta veiðin í ánni var 2007 þegar það veiddust 7.473 laxar og til samanburðar er veiðin núna meira en 100% meiri en á sama tíma 2007. Það er því ekkert mál að skjóta á að Eystri Rangá fari yfir 10.000 laxa, það er bara spurning um hvenær það gerist. Ágúst hefur yfirleitt verið besti mánuðurinn í ánni en þegar dagsveiðin er alltaf um 200 laxar frá miðjum júlí er erfitt að sjá hvernig það er hægt að bæta mikið við þá tölu. Veiðimenn eru farnir að þurfa að taka smá pásu milli laxa bara til að hvíla hendurnar, já það er búið að taka á við mokveiðina sem er við Eystri núna.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði