Innlent

Segir fulla ástæðu til að hægja á tilslökunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fulla ástæðu til þess að hægja á tilslökunum sem stóðu til. 
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fulla ástæðu til þess að hægja á tilslökunum sem stóðu til.  Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist áhyggjufull vegna fjölgunar kórónuveirusmita innanlands sem greinst hafa á síðustu dögum. Hún segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þeim.

„Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þeim og það er full ástæða til að við herðum okkur í okkar sóttvarnarráðstöfunum, við séum meðvituð um það að það skipti máli að halda áfram að þvo sér um hendur og spritta og forðast snertingu,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu.

„Veiran er enn í fullum gangi í heiminum. Faraldurinn er í raun ekki í rénun þannig að það skiptir svo miklu máli að við höldum áfram að gæta fyllstu varúðar,“ segir Katrín.

Hún segist ánægð með þær tillögur sem kynntar voru á ríkisstjórnarfundi í morgun um að fresta þeim tilslökunum sem áður stóðu til að setja í gildi eftir Verslunarmannahelgi. „Ég held það sé eina vitið. Við þurfum að fara að öllu með gát og þegar við sjáum þessi innanlandssmit þá er ástæða til að staldra við og hægja á öllu þessu ferli.“


Tengdar fréttir

Aftur boðað til upplýsingafundar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×