Innlent

Þrír greindust með smit við skimun á landa­mærum í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Alls eru nú sextán með veirusmit og í einangrun og 267 eru í sóttkví.
Alls eru nú sextán með veirusmit og í einangrun og 267 eru í sóttkví. Vísir/Vilhelm

Alls greindust þrír með kórónuveiru við skimun á landamærum í gær. Beðið er er eftir niðurstöðu mótefnamælingar í öllum tilvikunum. Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. Þar kemur einnig fram að allir þeir sem greindust á landamærum á föstudag og laugardag hafi verið með mótefni.

Alls eru nú sextán með veirusmit og í einangrun og 267 eru í sóttkví. Alls hafa 1.866 smit greinst hér á landi frá 28. febrúar.

1.941 sýni voru tekin á landamærunum í gær og 23 á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×