Lifnar yfir Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2020 09:41 Tveir laxar þreyttir á sama tíma í Djúpós í Ytri Rangá Ytri Rangá er samkvæmt okkar fréttum að komast á flug líka eins og systur áin en það er sama sagan í Ytri að síðustu tvær dagar hafa verið mjög fínir. Í gærmorgun komu 17 á land á morgunvaktinni og 18 laxar sem sluppu. Töluvert hefur verið að sjást af laxi síðustu tvo dagana á neðri svæðunum og greinilegt að það er mikil ferð á fiskinum. Aðstæður hafa verið góðar en eins og þeir sem þekkja Ytri Rangá vita er blíðskaparveður í þessa á oft besta veiðiveðrið. Þeir sem eiga leið í Ytri Rangá á næstunni ættu að prófa eitt. Það hefur nefnilega lengi loðað við ánna að nota sömu verkfæri og í Eystri, þ.e.a.s. sökkenda og mjög litríkar túpur. Aðstæður í ánum gætu þó ekki verið frábrugðnari þar sem Ytri er tær og fiskurinn sér flugurnar mjög vel. Ef þú átt leið í Ytri ætti þú að prófa eitt til dæmis í Rangárvaði, Djúpós, Tjarnarbrekkuflóti, Klöpp, já og meira að segja á breiðunni fyrir neðan Árbæjarfoss. Notaðu bara flotlínu, minnkaðu aðeins flugurnar og að síðustu farðu yfir veiðistaðinn með meðalstærð af Sunray á stuttu hröðu strippi. Með þessu færðu yfirborðstökur og það er varla nokkuð skemmtilegra í laxveiði en að horfa á hann rjúfa yfirborðið til að ráðast á fluguna. Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði
Ytri Rangá er samkvæmt okkar fréttum að komast á flug líka eins og systur áin en það er sama sagan í Ytri að síðustu tvær dagar hafa verið mjög fínir. Í gærmorgun komu 17 á land á morgunvaktinni og 18 laxar sem sluppu. Töluvert hefur verið að sjást af laxi síðustu tvo dagana á neðri svæðunum og greinilegt að það er mikil ferð á fiskinum. Aðstæður hafa verið góðar en eins og þeir sem þekkja Ytri Rangá vita er blíðskaparveður í þessa á oft besta veiðiveðrið. Þeir sem eiga leið í Ytri Rangá á næstunni ættu að prófa eitt. Það hefur nefnilega lengi loðað við ánna að nota sömu verkfæri og í Eystri, þ.e.a.s. sökkenda og mjög litríkar túpur. Aðstæður í ánum gætu þó ekki verið frábrugðnari þar sem Ytri er tær og fiskurinn sér flugurnar mjög vel. Ef þú átt leið í Ytri ætti þú að prófa eitt til dæmis í Rangárvaði, Djúpós, Tjarnarbrekkuflóti, Klöpp, já og meira að segja á breiðunni fyrir neðan Árbæjarfoss. Notaðu bara flotlínu, minnkaðu aðeins flugurnar og að síðustu farðu yfir veiðistaðinn með meðalstærð af Sunray á stuttu hröðu strippi. Með þessu færðu yfirborðstökur og það er varla nokkuð skemmtilegra í laxveiði en að horfa á hann rjúfa yfirborðið til að ráðast á fluguna.
Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði