Innlent

Á­kærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sand­gerði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Málið verður líklega þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun næstu viku.
Málið verður líklega þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun næstu viku. Vísir/vilhelm

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir aðstoðarhéraðssaksóknari í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá ákærunni.

Konan lést þann 28. mars síðastliðinn en maðurinn var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum síðar. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan.

Í fyrstu var talið að ekkert óeðlilegt væri við andlát konunnar en við krufningu vaknaði sterkur grunur um að maðurinn hefði orðið henni að bana. Heimildir fréttastofu herma að hann hafi þrengt að öndunarvegi konunnar.

Ákæran hefur ekki enn verið birt manninum. Málið verður líklega þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun næstu viku.


Tengdar fréttir

Hinn grunaði í Sandgerði áfram í gæsluvarðhaldi

Karlmaður á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, var á miðvikudag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×