Fjórir á land við opnun Nessvæðisins í Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2020 08:47 Flottur lax sem veiddist í gær við opnun Nessvæðisins í Laxá í Aðaldal Mynd: Nessvæðið FB Eitt af þeim svæðum sem togar til sín þá veiðimenn sem sækjast eftir stórlaxi er Nessvæðið í Laxá í Aðaldal. Þetta svæði er rómað fyrir hátt hlutfall stórlaxa og ég held að okkur sé óhætt að fullyrða án þess að hafa grafið djúpt í tölurnar að hvergi veiðist jafn margir laxar yfir 100 sm á hverju ári. Veiði hófst á svæðinu í gær og byrjunin lofar sannarlega góðu. Það komu fjórir laxar á land, allt stórlaxar eins og við var að búast. Veiðin á Laxársvæðinu fór hægt af stað en er komin í gang þar líka svo það er vonandi gott sumar framundan hjá veiðimönnum sem eiga daga framundan í Laxá. Eitthvað hefur verið af lausum stöngum á Laxársvæðinu en erfiðara hefur verið að komast að á Nesi en þeir sem einu sinni komast þar inn ríghalda í veiðileyfin eins og ormar á gulli enda ekkert skrítið þegar þú veist að næstu lax sem kemur á færið gæti verið þessi stóri sem þú ert búinn að bíða eftir. Stangveiði Mest lesið Heitar flugur frá Veiðiflugum Veiði Opið hús hjá Kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Af nýlegum útboðsmálum Veiði Yfir 1000 bleikjur hafa veiðst í Hlíðarvatni Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði Hreindýrum verði stýrt á heimaslóð Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði
Eitt af þeim svæðum sem togar til sín þá veiðimenn sem sækjast eftir stórlaxi er Nessvæðið í Laxá í Aðaldal. Þetta svæði er rómað fyrir hátt hlutfall stórlaxa og ég held að okkur sé óhætt að fullyrða án þess að hafa grafið djúpt í tölurnar að hvergi veiðist jafn margir laxar yfir 100 sm á hverju ári. Veiði hófst á svæðinu í gær og byrjunin lofar sannarlega góðu. Það komu fjórir laxar á land, allt stórlaxar eins og við var að búast. Veiðin á Laxársvæðinu fór hægt af stað en er komin í gang þar líka svo það er vonandi gott sumar framundan hjá veiðimönnum sem eiga daga framundan í Laxá. Eitthvað hefur verið af lausum stöngum á Laxársvæðinu en erfiðara hefur verið að komast að á Nesi en þeir sem einu sinni komast þar inn ríghalda í veiðileyfin eins og ormar á gulli enda ekkert skrítið þegar þú veist að næstu lax sem kemur á færið gæti verið þessi stóri sem þú ert búinn að bíða eftir.
Stangveiði Mest lesið Heitar flugur frá Veiðiflugum Veiði Opið hús hjá Kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Af nýlegum útboðsmálum Veiði Yfir 1000 bleikjur hafa veiðst í Hlíðarvatni Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði Hreindýrum verði stýrt á heimaslóð Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði