Erfitt að kvarta undan ilmvatns-/rakspíralykt samstarfsfólks Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. júlí 2020 10:00 Fólk er mis lyktnæmt og því getur það farið í suma ef samstarfsfólk notar sterkt eða of mikið ilmvatn eða rakspíra. Vísir/Getty Í niðurstöðum könnunar sem gerð var í háskólanum í Vestur Georgíu í Bandaríkjunum sýndu niðurstöður að allt að 30% fólks er mjög lyktnæmt. Þetta þýðir að allt að þriðjungur fólks getur verið næmari en annað fólk fyrir lykt eins og af ilmvatni eða rakspíra samstarfsfólks. Það að segja þetta við einhvern getur hins vegar verið hægara sagt en gert, enda ætlunin örugglega ekki að særa neinn þótt kvartað sé undan því að sumir hreinlega ilmi of mikið. Sumir kvarta þó yfir því að of sterk ilmvatns- eða rakspíralykt geti haft hamlandi áhrif á það í vinnu og tengja of sterka lykt jafnvel við tíðari höfuðverk. Hér eru nokkrar leiðir til að láta taka á málunum. 1. Samtal á vinalegum nótum Það treysta sér kannski ekki allir í þetta en ef það er möguleiki að ræða þetta við samstarfsfélagann á vinalegum og jákvæðum nótum, þá væri það alltaf besta leiðin. Í flestum tilfellum er fólk til í að draga úr notkun í vinnunni, nota mildari lykt eða gera aðrar ráðstafanir til að taka tillit til samstarfsfélaga sinna. Mögulega veit viðkomandi líka ekki af því að hann/hún er hreinlega að nota óþarflega mikinn ilm því við erum jú mis lyktnæm. 2. Hliðra til í staðsetningu eða vinnutíma Enn önnur leið er síðan að hliðra til þannig að þú sért ekki að vinna nálægt viðkomandi. Sumir vinna samkvæmt vaktskipulagi og lítil breyting á því gæti gert það að verkum að það væri sjaldan eða aldrei sem þú værir á vakt með viðkomandi. Þá hafa margir vinnustaðir tekið upp verkefnamiðuð vinnurými sem miðast þá við að starfsfólk geti fært sig um set þegar það er að vinna. 3. Ræða við yfirmann eða mannauðstjóra Ef þú telur hvoruga leiðina geta gengið hjá þér getur síðasta úrræðið falist í að ræða málin við yfirmann eða mannauðstjóra vinnustaðarins. Það væri þá undir viðkomandi komið að finna lausn á málinu. Góðu ráðin Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Í niðurstöðum könnunar sem gerð var í háskólanum í Vestur Georgíu í Bandaríkjunum sýndu niðurstöður að allt að 30% fólks er mjög lyktnæmt. Þetta þýðir að allt að þriðjungur fólks getur verið næmari en annað fólk fyrir lykt eins og af ilmvatni eða rakspíra samstarfsfólks. Það að segja þetta við einhvern getur hins vegar verið hægara sagt en gert, enda ætlunin örugglega ekki að særa neinn þótt kvartað sé undan því að sumir hreinlega ilmi of mikið. Sumir kvarta þó yfir því að of sterk ilmvatns- eða rakspíralykt geti haft hamlandi áhrif á það í vinnu og tengja of sterka lykt jafnvel við tíðari höfuðverk. Hér eru nokkrar leiðir til að láta taka á málunum. 1. Samtal á vinalegum nótum Það treysta sér kannski ekki allir í þetta en ef það er möguleiki að ræða þetta við samstarfsfélagann á vinalegum og jákvæðum nótum, þá væri það alltaf besta leiðin. Í flestum tilfellum er fólk til í að draga úr notkun í vinnunni, nota mildari lykt eða gera aðrar ráðstafanir til að taka tillit til samstarfsfélaga sinna. Mögulega veit viðkomandi líka ekki af því að hann/hún er hreinlega að nota óþarflega mikinn ilm því við erum jú mis lyktnæm. 2. Hliðra til í staðsetningu eða vinnutíma Enn önnur leið er síðan að hliðra til þannig að þú sért ekki að vinna nálægt viðkomandi. Sumir vinna samkvæmt vaktskipulagi og lítil breyting á því gæti gert það að verkum að það væri sjaldan eða aldrei sem þú værir á vakt með viðkomandi. Þá hafa margir vinnustaðir tekið upp verkefnamiðuð vinnurými sem miðast þá við að starfsfólk geti fært sig um set þegar það er að vinna. 3. Ræða við yfirmann eða mannauðstjóra Ef þú telur hvoruga leiðina geta gengið hjá þér getur síðasta úrræðið falist í að ræða málin við yfirmann eða mannauðstjóra vinnustaðarins. Það væri þá undir viðkomandi komið að finna lausn á málinu.
Góðu ráðin Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur