Viðskipti innlent

Jökull hættir hjá Stefni

Atli Ísleifsson skrifar
Jökull H. Úlfsson.
Jökull H. Úlfsson. Stefnir

Jökull H. Úlfsson, framkvæmdastjóri Stefnis, hefur óskað eftir að láta af störfum og hefur komist að samkomulagi við félagið um starfslok.

Kristbjörg M. Kristinsdóttir.Stefnir

Í tilkynningu frá félaginu segir að Kristbjörg M. Kristinsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Stefnis, muni tímabundið taka við starfi framkvæmdastjóra eða þar til stjórn hefur ráðið í stöðuna.

Jökull mun ljúka tilteknum verkefnum fyrir Stefni og vera stjórn og settum framkvæmdastjóra til ráðgjafar.

Stefnir er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki og rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×