Innlent

Baráttan um Bessastaði: Guðni Th. og Guðmundur Franklín mætast í beinni útsendingu í kvöld

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar

Í dag eru rétt rúmar tvær vikur til forsetakosninga en í kvöld mætast frambjóðendurnir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson mótframbjóðandi hans í beinni útsendingu og sitja fyrir svörum fréttamannanna Heimis Más Péturssonar og Elínar Margrétar Böðvarsdóttur.

Þetta verða fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðendanna tveggja fyrir forsetakosningarnar sem fram fara laugardaginn 27. júní. Þá mun fréttastofa kynna niðurstöður nýrrar fylgiskönnunar í kvöld og rýna í það hvað einkennir stuðningsmenn hvors frambjóðenda.

Í fyrsta sinn í sögu forsetaembættisins fær sitjandi forseti mótframboð eftir fyrsta kjörtímabil sitt en Guðmundur Franklín, sem er fyrrverandi verðbréfasali og hótelstjóri, freistar þess að fella sitjandi forseta úr embætti.

Það er þó á brattann að sækja fyrir Guðmund en Guðni Th. nýtur yfirgnæfandi fylgis samkvæmt skoðanakönnunum.

Þátturinn Baráttan um Bessastaði hefst klukkan 18:55, beint að loknum kvöldfréttum, og verður í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.

Klippa: Baráttan um Bessastaði - sýnishorn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×