Innlent

Slökkviliðið kallað út vegna reyks frá bíl

Sylvía Hall skrifar
Enginn eldur var í bílnum þegar slökkvilið mætti á svæðið. 
Enginn eldur var í bílnum þegar slökkvilið mætti á svæðið.  Mynd/Ísabella

Slökkviliðinu barst tilkynning um þrjúleytið í dag þar sem tilkynnt var um mikinn reyk sem steig upp frá bifreið á Snorrabraut. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um minniháttar atvik að ræða.

Mikill reykjarmökkur var á svæðinu og héldu margir vegfarendur að kviknað væri í bílnum.

Þegar slökkvilið kom á vettvang var ljóst að enginn eldur var í bílnum. Líklega hafi verið um vélarbilun að ræða og þurfti slökkviliðið ekki að aðhafast neitt.

Mikill reykjarmökkur var á svæðinu.Mynd/Ísabella



Fleiri fréttir

Sjá meira


×