Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Mundo

Atli Ísleifsson skrifar
Una Helga Jónsdóttir
Una Helga Jónsdóttir Mundo

Una Helga Jónsdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdarstjóra hjá Ferðaskrifstofunni Mundo.

Una Helga tekur við stöðunni af Margréti Jónsdóttur Njarðvík, eiganda Mundo og nýsettum rektor Háskólans á Bifröst.

Í tilkynningu kemur fram að Una Helga sé fornleifafræðingur að mennt og hafi starfað hjá Mundo í um þrjú ár. Áður hafi hún einnig starfað fyrir spænsku ræðisskrifstofuna á Íslandi og í túrista- og fiskigeiranum.

„Hún hefur auk þess óbilandi áhuga á þeim verkefnum sem ferðaskrifstofan stofnar til, en Mundo hefur á síðustu árum sérhæft sig í, og orðið leiðandi ferðaskrifstofa á sviði menningar- og hreyfiferða ásamt námsferða fyrir skólastarfsmenn auk þess sem unglingastarf er þar í hávegum haft, en Mundo býður upp á skiptinám fyrir unglinga ásamt sumarbúðum bæði innanlands og erlendis, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×