Þrjár leiðir til að varast vonda skapið í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. júní 2020 10:00 Með um það bil sextíu sekúndna þjálfun á dag getum við þjálfað okkur í að forðast vont skap í vinnunni. Vísir/Getty Það eiga allir sína góðu og slæmu daga. Stundum verðum við pirruð í vinnunni og þráðurinn í okkur stuttur. Þá gerist það sama og allir kannast við heiman frá sér: Skapið okkar bitnar á þeim sem standa okkur næst! En það er mannlegt að eiga misjafnlega góða daga. Spurningin er bara til hvaða ráða við getum gripið, til að forðast verri dagana. Hér eru þrjú ráð sem eru sögð virka vel og það besta við þau er að í raun snýst þetta aðeins um um það bil 60 sekúndna þjálfun á dag. 1. Fyrir hvað er ég þakklát/ur í dag? Já, þetta er gamla góða ráðið um að þjálfa sig í þakklæti. Að svara þessari spurningu snemma morguns er sagt hjálpa til við að gera daginn góðan. 2. Hverjum get ég þakkað (eða hrósað) sérstaklega í dag? En ef það hjálpar til við skapið að vera þakklát fyrir eitthvað sem við höfum, eigum eða getum gert, hvers vegna ekki að taka þakklætið skrefinu lengra og spyrja okkur sjálf: Hverjum get ég þakkað sérstaklega fyrir eitthvað í dag? Eða hrósað? Vittu til, þótt þakklætið eða hrósinu sé ætlað öðrum þá er þetta ráð sem kemur sjálfum þér í gott skap. 3. Um hvað ætti ég að hugsa í dag? Ókei. Hvað er það sem kemur okkur alltaf í gott skap? Er það eitthvað sem stendur til framundan? Eða er það að hugsa um einhvern sérstakan? Það er örugglega eitthvað sem þú veist um, sem hreinlega kemur þér alltaf í gott skap að hugsa um. Taktu meðvitaða ákvörðun um að leiða hugann þangað. Góðu ráðin Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Það eiga allir sína góðu og slæmu daga. Stundum verðum við pirruð í vinnunni og þráðurinn í okkur stuttur. Þá gerist það sama og allir kannast við heiman frá sér: Skapið okkar bitnar á þeim sem standa okkur næst! En það er mannlegt að eiga misjafnlega góða daga. Spurningin er bara til hvaða ráða við getum gripið, til að forðast verri dagana. Hér eru þrjú ráð sem eru sögð virka vel og það besta við þau er að í raun snýst þetta aðeins um um það bil 60 sekúndna þjálfun á dag. 1. Fyrir hvað er ég þakklát/ur í dag? Já, þetta er gamla góða ráðið um að þjálfa sig í þakklæti. Að svara þessari spurningu snemma morguns er sagt hjálpa til við að gera daginn góðan. 2. Hverjum get ég þakkað (eða hrósað) sérstaklega í dag? En ef það hjálpar til við skapið að vera þakklát fyrir eitthvað sem við höfum, eigum eða getum gert, hvers vegna ekki að taka þakklætið skrefinu lengra og spyrja okkur sjálf: Hverjum get ég þakkað sérstaklega fyrir eitthvað í dag? Eða hrósað? Vittu til, þótt þakklætið eða hrósinu sé ætlað öðrum þá er þetta ráð sem kemur sjálfum þér í gott skap. 3. Um hvað ætti ég að hugsa í dag? Ókei. Hvað er það sem kemur okkur alltaf í gott skap? Er það eitthvað sem stendur til framundan? Eða er það að hugsa um einhvern sérstakan? Það er örugglega eitthvað sem þú veist um, sem hreinlega kemur þér alltaf í gott skap að hugsa um. Taktu meðvitaða ákvörðun um að leiða hugann þangað.
Góðu ráðin Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira